Nei það er hann aldeilis ekki. Hann er að vísu eini flokkurinn sem vill gagngerar breytingar á kvótakerfinu og fiskveiðistjórnunarkerfinu til hagsbóta fyrir byggðir landsins. Aðrir flokkar reyna að krafsa lítið eitt út í loftið en meina minna en ekkert með því.
Frjálslyndi flokkurinn hefur í mörg ár talað fyrir daufum eyrum um:
- Breytingar á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir barnafjölskyldur
- Breytingar á skattakerfinu til hagsbóta fyrir láglaunafólk
- Hækkun skattleysismarka til samræmis við lágmarkslaun
- Breytingar á vaxtastefnunni til hagsbóta fyrir fjölskyldur þessa lands
- Bætt kjör aldraðra og öryrkja
- Breytingar á tekjutengingum við laun maka aldraðra og öryrkja
- Skattfrjálsar húsaleigubætur til hagsbóta fyrir láglaunafólk
- Að námslán fylgi launaþróun til hagsbóta fyrir námsmenn
Þetta er lítið brot af þeim málefnum sem Frjálslyndi flokkurinn hefur haft á stefnuskrá sinni undanfarin ár.
Er ekki kominn tími til að hlusta á stefnumál Frjálslynda flokksins og taka þau alvarlega ?
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei tekið þátt í neinu peningasvindli eða staðið í neinum feluleik með fjárframlög til flokksins. framlög til flokksins hafa verið og eru öllum opin á heimasíðu flokksins xf.is
Viljum við áframhaldandi sukk og svínarí stórflokkanna ?
Ungt fólk , fjölskyldufólk , einstaklingar , aldraðir og öryrkjar ættu að fylkja sér um Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum og uppskera breytingar sem munu skila okkur betra samfélagi.
Ef þú kjósandi góður vilt gefa okkur tækifæri til að vinna fyrir þig að betri framtíð setur þú X við F á kjördag.
Flokkur: Bloggar | 14.4.2009 | 20:11 (breytt kl. 20:21) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.