Ég óska nýjum ríkisstjórnarmönnum og konum til hamingju með með að allt er nú klappað og klárt oh hægt að fara að taka til hendinni.
Vonandi sjáum við þes merki að nýtt fólk er við stjórnvölinn. Ekki er þó hægt að segja að tíminn sé mikill til stórverkanna. Þó verður að treysta á að hann nægi til að skipta um stjórn í Seðlabankanum því eitthvað vefðist það fyrir Sjálfstæðismönnum í fyrri stjórn. Einnig að komist verði til botns í einhverjum af þessum "bankaránsmálum" svo hægt verði að draga einhverja til ábyrgðar.
Ég vona að Jóhanna standi við stóru orðin um að styrkja stöðu heimilanna því ekki veitir af að hafa hraðar hendur þar , því fjöldi manns stendur frammi fyrir gjaldþroti ef ekki verður brugðist hratt við.
Mér finnst ótrúlegt hvað margir beita ljótu orðbragði á blogginu. Það er hægt að segja svo margt án gífuryrða. Stjórnin er varla tekin við þegar menn fara að agnúast út hana. Leyfum henni a.m.k. að hefja starfið. Ég ákvað að gefa þessari stjórn tækifæri þó mér finnist reyndar vanta inn á listann ýmislegt s.s. áætlanir um hvað gera skuli í fiskveiði- og kvótamálum. Í sjónum er mikill auður sem nýta má til uppbyggingar og atvinnustyrkingar. Svo er líka margt sem ég vildi hafa öðruvísi en ég er bara ekki við stjórnvölinn og hef lítinn áhuga á að vinna þessi vanþakklátu störf.
Ég segi því bara við þá sem starfa í núverandi ríkisstjórn: Brettið upp ermar, takið skóflu í hönd og vinnið hratt og vel. Nóg er til að moka upp eftir fráfarandi ríkisstjórn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.