Segið svo að mótmæli skili ekki árangri.
Stjórnin fallin og Geir hótar að vera í forsvari fyrir nokkurs konar þjóðstjórn. Nei , takk Geir , nú er komið nóg. Láttu nú eftir þér að stíga til hliðar og hleypa öðrum að.
Ég held að forystumenn hinnar föllnu stjórnar eigi ekki að láta sér detta í hug að stýra nýrri stjórn hvernig sem hún verður mynduð. Það verður að velja nýtt fólk með nýjar áherslur og vilja til að taka á þeim málum sem brýnust eru. Mér finnst ekki skipta mestu úr hvaða flokki þeir koma ef þeir eru vandanum vaxnir og tilbúnir að vinna fyrir fólkið.
Þeir sem nú eru fallnir eru það vegna áhuga- og getuleysis svo þeir geta engu breytt.
Ætlar Davíð ekki að svara kalli fólksins og víkja úr Seðlabankanum eða er hann svo hrokafullur að hann telji sig ekki þurfa að hlusta þau skilaboð sem honum eru send?
Ég óska þeim góðs gengis sem nú þurfa að fást við þau erfiðu verkefni sem framundan eru.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.