Hvað er framundan ?

Nú hefur verið boðað að kosningar verði í maí. Hvað á að gera þangað til. Formenn beggja stjórnarflokkanna að berjast við erfið veikindi og ekki gæfulegt lið sem hugsanlega er ætlaða taka á sig hluta af vinnu þeirra. Er ekki nokkuð ljóst að nú verður að stokka spilin upp á nýtt og mynda nýja stjórn strax. Hvort sem það verður þjóðstjórn eða vinstristjón mundi hún einungis starfa þar til að loknum kosningum. Gerum eitthvað raunhæft strax. Það er búið að sóa alltof miklum tíma í alltof litla vinnu. Skiptum nokkrum ráðherrum út fyrir vonandi aðra betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband